Aside

Jææææja…

Ég veit ekki hversu oft ég hef sest niður við tölvuna síðustu daga með það í huga að henda í nýja færslu. Ekki hefur mér orðið mikið úr verki.

Það er bara svo hrikalega mikið að gerast! Stangveiðitímabilið er í hámarki og nánast hver einasti klukkutími utan vinnu nýttur í eitthvað veiðitengt. Ef maður er ekki að veiða þá er maður að hnýta og ef maður er ekki að hnýta þá er maður að skoða kort af hinum og þessum veiðistöðum.

Ég hef farið nokkuð víða síðan ég skrifaði síðast hérna inn. Elliðavatn og Þingvallavatn hafa þó verið mest sótt. Mér hefur gengið ágætlega, eða bara nokkuð vel réttara sagt. Hitti m.a meistara Sigga Kr (SvartiZulu) við bakka Elliðavatns og átti við hann gott spjall.

Kíkti líka í Stífluvatn í Fljótum og setti í nokkrar smábleikjur. Það er ágætt til að stytta sér stundir í sveitinni hjá tengdó. Var með fjarkann þannig að þetta var ágætis sport.

Ekki má svo gleyma leyniánni fyrir norðan. Já það er víst nauðsynlegur fylgifiskur þess að vera veiðimaður að eiga leynivatn eða leyniá. Ekki get ég verið minni maður. Fór í ánna um helgina með góðum veiðifélaga og settum við í nokkrar vöðvastæltar og helsprækar bleikjur. Fyrstu fiskarnir sem ég tek upstream og ekki leiddist mér það!

Stefnan er svo sett á Arnarvatnsheiðina um komandi helgi. Það verður eitthvað, ef einhver reynslumikil Heiðagæs kíkir inn á litla bloggið mitt þætti mér afar vænt um að sá hinn sami nennti mögulega að henda á mig einhverjum punktum um þetta ótrúlega veiðisvæði. Planið er að fara í Arnarvatn Stóra og líta aðeins í Austurá.

 

 

One thought on “

  1. Glæsileg helgi, þetta verður árlegur túr ef ég fæ einhverju ráðið 🙂 Bíð spenntur eftir að sjá vídeó 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s