Veiðibloggarar

Hérna eru nokkur veiðiblogg sem ég heimsæki reglulega.

Flugur og Skröksögur http://www.fos.is

Besta veiðibloggið á landinu. Kristján Friðriksson hefur fært bloggið upp á æðra plan og við hinir sem komumst seint með tærnar þar sem hann hefur hælana. Ógrynni af fróðleik um gjörsamlega allt sem viðkemur silungsveiði með flugu. Stopp númer eitt í öllum góðum netrúntum.

Veiðifélagið Kvistur http://www.vfkvistur.wordpress.com

Hrafn og félagar í veiðifélaginu Kvistur halda þessu bloggi úti. Þegar kemur að Varmá í Hveragerði eru sennilega fáir betur að sér en þessir strákar. Þarna detta stundum inn ævintýralegar frásagnir af túrum í Varmánna og myndir af urriðatröllum eru algengar.

Taumur http://www.svartizulu.wordpress.com

Siggi Kr heldur úti þessi glæsilega bloggi. Skemmtilegar veiðisögur og virkilega fróðlegir molar um hnýtingar. Siggi hefur verið virkur í að skipuleggja fluguskipti á http://www.veidi.is.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s