Græjufíkllinn

Það er erfitt að vera græjufíkill. Og þar sem fluguveiðin býður upp á endalausar pælingar varðandi græjur og dót þá er ég líklega alveg á réttum stað. Veskið og eiginkonan eru hinsvegar ekkert endilega sammála því 🙂

En hvað um það.

Ég á nokkrar stangir en nota þó tvær þeirra mest.

Stöngin sem ég held mest upp á er Sage Z-Axis 10ft 4wt.

zaxis

Stöngin er æðisleg í alla staði. Frábær í kasti og yndisleg í fiski. Ég er svo ruglaður að alltaf þegar ég tek hana úr hólkinum og set hana saman þá fyllist ég hálfpartinn lotningu. Kannski er það græjufíkillinn sem er svona spenntur að halda á Z-Axis.

Á þessari stöng er ég með ódýrt hjól sem dugar vel. Okuma SLV 4-5wt.

okslv

Þetta er annað svona hjólið sem ég hef átt. Mjög ánægður með það. Góð diskabremsa og stór tromla (Large Arbour). Hjólið er hinsvegar ekkert allt of sterkt þar sem það er úr steyptum málmi. Það má sem sagt ekki koma mikið hnjast á það svo það brotni eða beygist.

Línan sem ég er síðan með á þessu er Scierra HMT flotlína. Algjört drasl og alls ekki peningana virði. Mæli alls ekki með þessari línu. Læt fylgja mynd svo þið vitið hvað þið eigið að varast.

Scierra

Þetta er sem sagt riggið sem ég nota mest. En þar sem við búum á Íslandi þá eru aðstæður oft (oftast?) þannig að stöng númer 4 má sín lítils gegn náttúruöflunum. Þar af leiðandi er ég oftast með tvær stangir með mér í veiði.

Hérna er “lurkurinn”

Guideline LpXe 10ft 7wt

Lpxe

Ég er mjög ánægður með þessa stöng. Hún er sæmilega hröð en ekki of. Hún er skemmtileg í fiski og afar öflug í kasti.

Hjólið er Einarsson 7+

Einarsson_sv_large

Þetta er náttúrulega rándýrt hjól og í rauninni miklu dýrara en ég hef þörf fyrir. En græjufíkillinn er erfiður stundum.

Línan á þessu “riggi” er síðan Guideline Bullet #7

download

Glæsileg lína frá Guideline. Svínvirkar í vindinum enda belgurinn stuttur og línan framþung í meira lagi.

Þetta eru sem sagt græjurnar sem ég nota mest. Fjarkinn er uppáhalds en Sjöan til vara.

 

Nýlega bættist þriðja stöngin í safnið. Mér fannst stökkið á milli fjarkans og sjöunar svolítið mikið þannig að ég ákvað að finna eitthvað sem myndi passa á milli. Fyrir valinu varð Echo Solo frá Kröflu.

690SOLO_500x293

Þetta er 9ft sexa og bara nokkuð fín stöng fyrir verðið.

Á þessa stöng nota ég Royal Wulf Triangle Taper línuna. Hún er fyrir stöng númer 7 en þar sem mér fannst stöngin ekki alveg vera dansa með línu 6 þá prófaði ég að “yfirlína” hana. Það kemur ágætlega út en samt er eitthvað sem er ekki alveg að virka. Nota þessa stöng minna en ég ætlaði mér, því miður.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s