Ég er rétt rúmlega þrítugur fjölskyldumaður. Heltekinn af öllu sem viðkemur fluguveiði.
Ég er giftur yndislegri konu úr Fljótum í Skagafirði og saman eigum við eina stelpu sem er 5 ára en alveg að verða 15 ára.
Ég veiddi nokkuð sem krakki. Fór niður á bryggju á Siglufirði og dorgaði við útfallið úr frystihúsinu. Marhnútar og mannaskíts ufsar voru bráðin. Ekki mjög geðslegt. En hrikalega gaman. Man sérstaklega eftir að ég var oftast eini krakkinn sem var í björgunarvesti. Mamma að passa prinsinn sinn 🙂
Afi heitinn var mikill veiðimaður og fór ég oft með honum og ömmu í veiði. Þingvellir voru hans heimavöllur í stangveiðinni og man ég eftir góðum stundum þar.
Þegar ég kom á unglingsárin þá hætti ég eiginlega að veiða. Tónlistin og fótboltinn átti hug minn allan og veiðin varð hálf hallærisleg.
Það var síðan fyrir nokkrum árum að ég og pabbi fórum í veiðiferð upp á Skagaheiði. Karlinum langaði að rifja upp gamla takta og tók yngsta soninn með. Þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég hef verið heltekinn síðan.
Skemmtilegt að lesa bloggið þitt.
Kær kveðja
Einar
Flott blogg hjá þér! Hlakka til að sjá fleiri video!
Sæll!
Takk fyrir það. Nú ættu að fara bætast aðeins fleiri færslur við fyrst tímabilið er loksins byrjað. Ég á fullt af myndefni síðan í fyrra sem ég á eftir að klippa. Þetta er gríðarlega tímafrekt 🙂 En það dettur vonandi in fljótlega.