Ég

Ég er rétt rúmlega þrítugur fjölskyldumaður. Heltekinn af öllu  sem viðkemur fluguveiði.

Ég er giftur yndislegri konu úr Fljótum í Skagafirði og saman eigum við eina stelpu sem er 5 ára en alveg að verða 15 ára.

Ég veiddi nokkuð sem krakki. Fór niður á bryggju á Siglufirði og dorgaði við útfallið úr frystihúsinu. Marhnútar og mannaskíts ufsar voru bráðin. Ekki mjög geðslegt. En hrikalega gaman. Man sérstaklega eftir að ég var oftast eini krakkinn sem var í björgunarvesti. Mamma að passa prinsinn sinn 🙂

Afi heitinn var mikill veiðimaður og fór ég oft með honum og ömmu í veiði. Þingvellir voru hans heimavöllur í stangveiðinni og man ég eftir góðum stundum þar.

Þegar ég kom á unglingsárin þá hætti ég eiginlega að veiða. Tónlistin og fótboltinn átti hug minn allan og veiðin varð hálf hallærisleg.

Það var síðan fyrir nokkrum árum að ég og pabbi fórum í veiðiferð upp á Skagaheiði. Karlinum langaði að rifja upp gamla takta og tók yngsta soninn með. Þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég hef verið heltekinn síðan.

3 thoughts on “Ég

    • Sæll!

      Takk fyrir það. Nú ættu að fara bætast aðeins fleiri færslur við fyrst tímabilið er loksins byrjað. Ég á fullt af myndefni síðan í fyrra sem ég á eftir að klippa. Þetta er gríðarlega tímafrekt 🙂 En það dettur vonandi in fljótlega.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s