Hérna eru nokkrir tenglar sem vert er að skoða ef þú hefur áhuga á stangveiði og þá sérstaklega fluguveiði.
Stefán Jón Hafstein er með þessa síðu. Áskrift kostar að mig minnir 500 kr á mánuði og maður fær virkilega mikið fyrir aurinn.
Þarna eru nokkrir strangtrúaðir fluguveiðimenn saman komnir. Endalaus fróðleikur um hitt og þetta sem tengist flugukasti. Margar æfingar sem hægt er að gera til að bæta kastið og svo er spjallborðið stútfullt af fróðleik.
Samfélag íslenskra veiðimanna. Það er nú satt best að segja lítið á þessa síðu að sækja nema þá kannski í spjallborðið. Þar er þó að finna ágætis fróðleik og síðan er fínn staður til að byrja á þegar afla á upplýsinga um nýjan veiðistað.
http://www.winonaflyfactory.com
Ungur fluguhnýtari frá BNA. Hann hnýtir og selur flugur og bloggar þess á milli um veiðiferðirnar sínar.