Stöðutékk

Það verður seint sagt að maður hafi ekki staðið vaktina að undanförnu.

Ég var að ljúka 4 daga reisu um bleikjuár á norðurlandinu. Rétt rúmlega 100 bleikjur voru slitnar upp á þessum fjórum dögum og erfitt fyrir veiðimann að vera ósáttur með það. Við fengum öll veður. Logn og blíðu í Héðinsfirði með dassi af hafgolu á seinni vaktinni. Rok, rigningu og sól á Eyvindarstaðaheiði og beljandi storm í Norðurá í Skagafirði. Þrátt fyrir válynd veður þá var alltaf fiskur að taka og því tók maður lítið eftir veðrinu.

Ég tók fullt af myndböndum sem ég á eftir að klippa saman og smelli þeim hingað inn ásamt ítarlegri umfjöllun um veiðina og veiðistaðina þegar ég kem heim í höfuðborgina.

Þessi er búin að borða vel í sumar. Bleikjan sko.

Þessi er búin að borða vel í sumar. Bleikjan sko.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s