Veðrið maður…

Hvað er að frétta af þessu veðri hérna á suðurlandinu!?!?!?!?!

Það er margt í þessu lífi sem er ósanngjarnt. Sú staðreynd að Liverpool hefur ekki unnið deildina í bráðum 25 ár. Það er ósanngjarnt. Það að ég skuli bæta á mig 5 kílóum við það eitt að keyra framhjá skyndibitastað. Það er ósanngjarnt. Að ég skuli þurfa að borga í lífeyrissjóð sem síðan tekur fáránlegar áhættur með peningklaslæamsmlaclsakaispmvl. Nei andsk.. ég nenni ekki að tala um þetta.

Það sem tekur öllu fram í ósanngyrni er hinsvegar það að sitja hérna inni og horfa á storm út um gluggann. Í júlí. Hvers á maður að gjalda eiginlega?!

Ég er búinn að liggja yfir veiðimyndböndum á YT. Ég er búinn að lesa allar veiðibækurnar og öll veiðiblöðin á bókasafninu. Ég er búinn að hnýta allar þær flugur sem ég þarf í sumar. Ég gerði þetta allt saman í vetur. Svo ég þyrfti ekki að gera þetta í sumar og eyða tíma í eitthvað annað en að veiða.

En, það þýðir víst ekki að pirra sig á þessu. Við búum víst á kletti í miðju norður-atlantshafi og því kannski ekki við öðru að búast.

Það er eitt sem ég hef komist að í kringum þessa fluguveiðidellu mína. Það er alltaf hægt að kaupa eitthvað tengt henni. Sá brunnur verður seint tæmdur.

Ég fjárfesti í nýrri festingu fyrir GoPro vélina. Mér hefur fundist vanta fleiri sjónarhorn í myndböndin sem ég er að dunda við að gera þannig að ég fjárfesti í einni svona….

Sjúga-Sjúga Pung

Sjúga-Sjúga Pung

Þessa festingu er hægt að setja á bílinn þannig að hægt er að gefa skýrari mynd af ferðalaginu á veiðistaðinn. Franska verkfræðiundrið sem Renault-inn minn er verður eins og Google bíllinn 🙂

Og þetta er ekki allt…. ó nei ó nei

Fékk þessa snilld á eBay. Tvö GoPro batterí og hleðslu”dokka” á 28 dollara. Eða tventí eigt dollars eins og kaninn myndi segja….

Að auki er ég búinn að kaupa nýtt minniskort. 32gb gera mér kleift að taka upp rúmlega fjóra tíma af efni í Full-HD. Stórkostlega magnað. Eða “Sæmilegt” eins og við siglfirðingar segjum. Það er nenfninlega ekki á allra vitorði en hæðsta stig allra lýsingarorða í íslenskri tungu er orðið “Sæmilegt”. Smbr. Gott. Betra. Best. SÆMILEGT! Jújú, ég er kominn aðeins útfyrir efnið. Viðurkenni það.

Nú eru það bara Veiðivötn sem eru næst á dagskránni. 13. júlí nk. höldum við Siggi Zulu ásamt Robba uppeftir í vötnin. Ég er að fara í fyrsta skiptið og ég held Robbi líka þannig að Siggi verður með okkur í kennslu í þrjá daga.  Það er ekki laust við að spennan sé að æra litla strákinn. Miðað við lýsingarorðin sem ég hef heyrt frá nær öllum sem þar hafa stigið niður fæti þá á ég von á einhverju stórbrotnu, jafnvel sæmilegu!

 

 

One thought on “Veðrið maður…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s