1. apríl

Jæja! Nú er tímabilið loooooksins byrjað!

Það var ekki laust við að fiðringur væri í mallakút þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan 05:30 í gærmorgun. Sjaldan eða aldrei er maður jafn fljótur á fætur og 1. apríl, það er ekkert ferið að snúsa þá!

Þar sem við hjónin vorum boðuð í skoðun með litla nýfædda veiðimanninn okkar klukkan 09:30 þá ákvað ég að gerast lögbrjótur og byrja aðeins fyrr en leyfilegt er í Vífilstaðavatni. Hugsaði að ef einhverntíma er þörf á að brjóta lögin, þá væri það núna. Veðrið var með besta móti þegar ég lagði af stað. Vinrnir logn og blíða heilsuðu helspenntum veiðimanni en þó var hitastigið kannski ekki alveg eins og best verður á kosið. Núll gráður stóð á hitamælinum og ljóst að það yrði æði kalt að standa við vatnið. En áfram hélt ég, galvaskur. Búinn að bíða í alltof langan tíma og smá fingrakul skyldi ekki stoppa strákinn.

Var mættur með félaga mínum rétt rúmlega 6 í vatnið.

Spennulosun. Það er margt sem hjálpar fólki að losa spennu. Sumir fara í nudd, aðrir í heita pottinn. Svo eitthvað sé nefnt. En Guð minn almáttugur mér leið eins og öllum heimsins áhyggjum hefði verið lyft af herðum mínum þegar ég var að taka fyrstu köstin í gærmorgun. Bara það að geta staðið þarna með stöngina í hendinni, horft yfir vatnið og látið hugan reika var algjörlega yndislegt.

Þetta var ekki langur túr í þetta skiptið. Ég var kominn inn í bíl klukkan 07:30. Algjörlega frosinn inn að beini en þó með bros á vör. Aflabrögð voru eins og við var að búast frekar rýr, tja, eða engin öllu heldur. En það skiptir akkúrat engu máli. Aðalatriðið er að nú er tímabilið byrjað og biðin er á enda.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s