Fylgifiskar

Alfræðiorðabókin hann Kristján Friðriksson á http://www.fos.is skrifaði skemmtilegan pistil um græjurnar sem maður þarf, og þarf ekki, að hafa með sér í veiðina. Eftir að hafa lesið færsluna hans Kristjáns fór ég að hugsa hvað mér finnst nauðsynlegt að hafa með í veiðina.

Ég fer í mýmargar dagsferðir á hverju sumri. Skottúrar í hin ýmsu vötn í nágrenni höfuðborgarinnar eru nánast daglegt brauð og svo að sjálfsögðu lengri ferðir sem kallar á gistingu og tilheyrandi aukakostnað. Að sjálfsögðu pakkar maður ekki eins niður fyrir dagsferð og helgarferð. Farangurinn er heldur meiri þegar kemur að lengri ferðum enda er ömurlegt að vera mættur í veiðihús og eitthvað vantar. Það er líka alveg magnað hvernig veiðitúr getur endað á því að standa og falla með  taumefninu með akkúrat rétta sverleikanum sem maður gleymdi á eldúsborðinu, eða applesínugulu tökuvörunum sem urðu eftir í hinni töskunni. Og það þrátt fyrir að vera með alla aðra sverleika með sér og tökuvara sem spanna litrófið. Ég tala nú ekki um ef fiskur er ekki að gefa sig. Þá magnast áhrifin hundraðfalt og rökhugsun flýgur út í veður og vind. Nei það skiptir ekki nokkru máli hvort köstin séu nákvæm, ég er ekki með rétt taumefni. Ég þramma eins og nashyrningahjörð meðfram bakkanum, en það skiptir ekki máli því ég er með 5 punda taumefni en ætti auðvitað að vera með 4,5 punda. Þetta á, því miður, alveg sérstaklega vel við mig.

Í dagsferðirnar er ég nú oftast frekar snöggur að hafa mig til. Ég er alltaf í sömu fötunum innan undir vöðlum og jakka. Gamalt Devold föðurland og ullarnærbolur af sömu gerð. Vöðluskór, vöðlur og jakki eru lífsnauðsyn að mínu mati. Háfur og silungapoki eru alltaf með í för, og það þótt ég sleppi megninu af veiddum fisk. Ef ég er ekki með pokann þá missi ég trúnna. Skrýtið. Ég er oftast með tvær stangir. Z-Axis fjarka og Guidline Lpxe númer 7. Þetta geri ég aðallega vegna þess að veður eru fljót að breytast á þessu skeri og mér finnst ótækt að þurfa hætta veiði ef fjarkinn er ekki að ráða við rokið. Nú, hjól og línur eru að sjálfsögðu með í för. Ég nota eingöngu flotlínur þannig að ég slepp við fleiri pælingar hvað það varðar. Ég fékk glæsilegan Simms bakpoka í morgungjöf frá eiginkonunni þegar við giftum okkur 2012 og er hann fastagestur í allar veiðiferðir. Í honum geymi ég kaffibrúsann, nestið og ýmislegt annað sem ég hef ekkert að gera með, en missi þó trúnnna ef ég er ekki með það með mér. Eins og t.d. sökktaumurinn sem ég keypti í Vesturöst 2009 og hef aldrei notað. Presturinn sem ég fékk í jólagjöf 2008 og hef notað einu sinni. Ógrynni af taumefni af öllum gerðum og sverleikum. Rúlla af silungaplastpokum leynist þarna ofan í og auðvitað aðgerðarhnífurinn, sem er þó aðallega vörn gegn kríum sem gerast of ágengar. Ekki það að ég myndi nokkurntíma staldra nógu lengi við snarsturlaða kríu til þess að taka upp hnífinn og beita honum fyrir mig. Ég hleyp 100 metrana á mettíma í fullum veiðiskrúða þegar ég sé kríu. Það er bara þannig.

En í pokanum leynist þó eitt og annað sem ég hef virkileg not fyrir. Kíkirinn góði er alltaf með í för og hefur reynst vel. Flugnanet er algjör nauðsyn. Oftast er ég með fleiri en eitt með mér. Húfa og hanskar eiga sinn sess enda algjör óþarfi að láta sér verða kalt. Nokkur flugubox eru þarna líka. Straumflugu-þurrflugu og púpubox eru alltaf með en eru misjafnlega mikið notuð.

Þar með er allt upp talið held ég. Það má að sjálfsögðu deila um hvort þetta sé mikið eða lítið. En það sem mestu skiptir er að veiðimanni líði vel og hafi trúnna, ef það þurfa að vera sex gerðir af taumefni í töskunni fyrir ferð í Elliðavatn til þess, þá verður bara að hafa það.

Annars lítur eldhúsborðið mitt svona út flesta daga þessi misserin og fær eiginkonan miklar þakkir fyrir að umbera þetta.

Allt í drasli

Allt í drasli

2 thoughts on “Fylgifiskar

  1. Ekkert smá skemmtilegur pistill 🙂 Það er ekki oft sem maður stendur sig að því að skella upp úr yfir veiðipistlum, en nú gerði ég það. Takk fyrir mig.
    Kveðja,
    ‘Alfræðiorðabókin’ 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s