Biðin langa….

Þegar þetta er skrifað er 18. janúar. Opinberlega byrjar veiðitímabilið þann 1.apríl og því 72 dagar í bið framundan. Það er einfaldlega of langt. Ég er orðinn svo spenntur fyrir nýju stangveiðitímabili að ég er farinn að missa svefn! Þetta er náttúrulega svo til óskiljanlegt fyrir fólk sem er ekki svo heppið að vera haldið þessari ástríðu sem fluguveiði er, en fyrir okkur hin, sem lifum fyrir þetta, þá er þetta fullkomnlega eðlilegt.

En þrátt fyrir að tímabilið byrji ekki strax þá er svo sem nóg hægt að gera á þessum árstíma til að stytta sér stundir. Fluguhnýtingar eru frábær dægradvöl og auðvelt að mæla með þeirri iðn við þá sem eru ekki þegar byrjaðir. Internetið er botnlaus auðlind þegar kemur að kennsluefni og svo er auðvitað alltaf hægt að skella sér á þau mörgu námskeið sem boðið er upp á hjá stangveiðifélögunum og í hinum ýmsu veiðiverslunum. Sjálfur lærði ég mikið af Youtube og af hinum og þessum spjallborðum eins og t.a.m http://www.flytyingforum.com . Það getur verið erfitt að byrja og hjá mér fór mikið efni til spillis á meðan ég var að læra á þetta, en smátt og smátt kemur þetta allt saman með æfingunni. Því fer þó fjarri að ég sé einhver listahnýtari. Ég er hinsvegar sjálfum mér nógur og get hnýtt allar þær flugur sem ég nota hvað mest. Og fyrir utan hvað það er gaman og afslappandi að sitja við væsinn yfir vetrartímann þá er líka auðvelt að sjá sparnaðinn í þessu. Ef við gefum okkur að t.d. kúluhaus eins og Peacock, Krókur eða Killer kosti um 250-300 krónur stykkið út úr búð, þá er efniskostnaður ekki nema brot af því. 

Annað sem mér finnst nauðsynlegt á þessum árstíma er að lesa eins mikið og ég get um veiði. Aðferðir, flugnaval og bara veiðisögur almennt. Bókasöfnin eru frábær auðlind og t.a.m er hægt að fá hin og þessi tímarit að láni. Fly Fishing & Fly Tying er t.d. eitt sem ég les mikið. Þar er að finna ógrynni af uppskriftum og heilræðum sem vel má nýta sér við veiðar hérna heima á Íslandinu. Nú svo er auðvitað ógrynni af veftímaritum sem gaman er að skoða. Kristján Friðriksson (http://www.fos.is) heldur vel utan um þessi tímarit og er um að gera að kíkja við hjá honum.

Annars var ég að klára bókina hans Pálma Gunnarssonar, Gengið með Fiskum. Hún er algjörlega frábær. Fær hæstu mögulega einkun frá mér. Virkilega auðlesin bók, stuttir kaflar og lifandi frásagnir. Pálmi er greinilega veiðimaður af Guðs náð og mikið vildi ég óska þess að ég fengi einhverntíma að veiða með honum. Ég myndi eflaust læra mikið.

Styttir biðina!

Styttir biðina!

2 thoughts on “Biðin langa….

    • Sæll Pálmi og takk fyrir innlitið!

      Það er nú lítið að þakka og í rauninni miklu frekar að ég ætti að þakka þér. Bókin þín er algjörlega frábær, fræðandi og fær mann heldur betur til að opna augun. Þó ég hafi vanið mig á að sleppa sem mestu þá vakti bókin mig en meira til umhugsunar.

      Markmiðið fyrir komandi veiðitímabil er að helga mig alfarið veiða/sleppa. Þökk sé sjálfum Gleðibankastjóranum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s