Elliðavatn er dautt, lengi lifi Elliðavatn!

 

Elliðavatn. Vatn sem hefur valdið mér svo miklum heilabrotum, en um leið fært mér svo mikla gleði. Vatn sem ég elska að hata, en hata um leið að elska.
Ég er pirraður. En þó ekki á fiskleysi, það er fyrirgefanlegt. Eða ég er að minnsta kosti að reyna telja mér trú um það. Ég er meira pirraður á plássleysi við uppáhalds vatnið mitt. Ég elska Veiðikortið. Mér finnst það algjör ærandi snilld. Og ég óskaði þess heitt að Elliðavatnið mitt færi nú í Veiðikortið svo ég þyrfti ekki að eyða formúgu á hverju sumri í veiðileyfi. Í vetur fékk ég síðan ósk mína uppfyllta. Þvílíkt Pandórubox sem það er að reynast mér.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég var að hugsa. Einhverveginn var ég búinn að telja mér trú um að ef Elliðavatn færi í Veiðikortið, þá myndi ekkert breytast. Nema náttúrulega að ég þyrfti ekki að borga 1.200 kr í hvert skipti sem ég færi þangað að veiða. Að aðsókn myndi aukast í vatnið var bara ekki til í myndinni. Hversu vitlaus gat ég verið?

Þvílíka mannmergðin við vatnið þessa dagana! Í hvert skipti sem ég hef komið þarna í vor/sumar hef ég hugsað að ég hafi aldrei séð svona marga við vatnið. Aðsóknin er búin að aukast jafnt og þétt síðan í vor og í kvöld tók steininn úr. Þétt setið á öllum helstu stöðum og varla pláss fyrir litla mig.  Kom mér þó á endanum fyrir og kastaði í um klukkutíma en varð ekki var.

Margt um manninn

Margt um manninn

Óþjálfað auga myndi ætla þetta steina þarna í fjarska en því fer fjarri. Þetta eru veiðimenn.

Ég er hættur að reyna við Elliðavatn eftir vinnu. Núna fer ég ekki nema ég eigi kost á því að mæta að morgni.

Kv. Pirripúkinn

3 thoughts on “Elliðavatn er dautt, lengi lifi Elliðavatn!

 1. Sæll vinur. Elliðavatn er erfitt vatn að veiða í, sérstaklega fyrir þá sem eru ekki vanir við vatnið. Ég sjálfur hef farið í Elliðavatn 2-3 á sumri og náð sama árángri og þú en í vetur ákvað ég að stúdera þetta vatn núna í sumar og hef lagt mig allan fram við að læra tæknina og árángurinn er flottur. Er búinn að fara 14 sinnum frá miðjum maí og aflinn 36 bleikjur og 3 urriðar. Ég nota púpur án kúluhaus nr 14-16 en samt þyngdar í búknum, langur taumur og draga hægt. En það sem kom mér á óvart er að 70% af aflanum hef ég fengið á tökuvara. Þegar lægir eða er má gára og fiskurinn er í uppítöku er tökuvari málið. Veiðistaðirnir sem ég hef fengið flesta fiskana er bleikjutanginn og bakkinn að ánni. Einnig er bakkinn hinum meginn frá að gefa vel. En þetta er þolinmæðis vinna stundum næ ég 3 fiskum í röð og ekkert meir í 1 til 2 tíma svo tekur hann aftur. En endilega haltu áfram og vertu óhræddur að prufa eitthvað nýtt…..

  Kv Eiður Valdemarsson

  • Sæll nafni og takk kærlega fyrir svarið!

   Ég bara steingleymdi að svara þér, hversu ömurlegur er ég ? 🙂

   Ég er aðeins upplitsdjarfari núna eftir laugardaginn síðasta. Þá náði ég þremur bleikjum og var hinn sælasti. Kemur færsla og smá vídjó á morgun.

   Notaði að vísu ekki tökuvara en hefði kannski betur gert það þar sem takan er fáránlega naum þarna 🙂

 2. Sæll félagi og takk fyrir bakkaspjallið við Elliðavatn um daginn. Það er skemmst frá því að segja að rétt eftir að þú varst farinn setti ég í fisk þarna á staðnum sem ég erfði eftir þig og sá tók sig til og reif nær alla flugulínuna út af hjólinu áður en ég hafði vit á að herða bremsuna. Kom honum í hafinn nokkrum mínútum seinna og þetta reyndist 55 cm urriði sem hafði tekið svona svarta púpu með silfurvöfum #14 (neita að kalla hana Burton fyrr en ég sé almennilega official mynd af þessu Burton dóti) 😉

  Kv. Siggi Kr.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s