Veiðibann

Það er nú ekki mikið búið að vera gerast á síðunni undanfarið. Ástæðan fyrir því að eftir mikla andlega íhugun ákvað ég á miðvikudaginn síðasta að setja sjálfan mig í bann. Veiðibann. Eftir enn eina fisklausu veiðiferðina sat ég heima og hugsaði minn gang. Niðurstaðan var sem sagt veiðibann sem tók gildi um leið og stendur fram að þriðjudeginum 28. maí.

Mér til mikillar lukku þá er veðrið hér á höfuðborgarsvæðinu búið að vera hálf glatað þannig að nokkuð auðvelt hefur verið að standa við bannið. Vandamálið er hinsvegar að hnýtingarnar falla einnig undir þetta bann og erfitt hefur verið að halda sig frá bekknum. En það hefur tekist.

Á þriðjudaginn reikna ég svo með að fara á Þingvelli, ef ég verð þá ekki sprunginn úr veiðispenningi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s