Vífilstaðavatn 11.05.13 og Leitin að Burton!

Loksins!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já loksins vegna þess að Guð einn veit að ég hef beðið, þolinmóður en frekar pirraður. Ég fór í Vífilstaðavatn í morgun. Mættur um 07:00 og hitti þar fyrir afar yndislega konu sem var að maðka. Sú hafði verið við vatnið deginum áður og gert góða veiði. Veðrið var með besta móti. Skýjað og logn. Hiti um 8 gráðurnar. Mikið af uppítökum og sumar alveg við bakkann. Reyndi þurrflugu en ekkert gekk. Reyndi Toppfluguna og plataði einn til að taka en hann lak af eftir stutta baráttu. Fékk mýmargar tökur en þær voru afar grannar. Setti svo lítinn vínil bobba undir og loksins kom taka sem dugði til. Eftir ágætis barning kom gullfalleg bleikja á land. Mældi hana 43cm og hún vigtaði rétt rúmlega 2 pund. Fullkomin. Eftir þetta héldu tökurnar áfram að koma en þær voru sem áður, afar grannar og erfitt að bregðast við þeim.

bleikja1

Þessi verður flott á grillið!

Sagði skilið við vatnið eftir um 4 tíma. En síðasta klukkutíman var eins og bleikjan hafi fært sig um set eða a.m.k fært sig neðar. Vindáttin breyttist og vatnið nánast dó.

Leitin að hinum eina sanna Burton

Þegar ég var búinn að vera um 2 tíma við vatnið mætti þar veiðimaður sem tók 3 fiska á u.þ.b 20 mínútum. Þar sem ég hafði ekki orðið var í smá tíma ákvað ég að rölta til hans í rólegheitunum og spyrja hverju hann væri að beita. Ég bauð honum kurteisislega góðan daginn en fékk bara eitthvað uml til baka. Síðan spurði ég afar varfærnislega hvort hann vildi segja mér hvað hann væri með undir og hann hreytti út úr sér að hann væri með Burton og sagði mér síðan að færa mig svo ég væri ekki fyrir honum. Frekar furðulegur náungi. Hef aldrei mætt öðru en kurteisi og almennilegheitum á bakkanum. Þessi fýr var greinilega undantekningin sem sannaði regluna…

En allavega. Nú er ég með Burton í boxinu, eða það held ég a.m.k. Ég er dyggur áskrifandi að Flugur.is og hvet alla til þess að vera það líka. Þar birtist, fyrir nokkrum árum, þessi mynd af flugunni Burton.

Burton flugan sem birtist hjá flugur.is

Burton flugan sem birtist hjá flugur.is

Ég er búinn að hnýta nokkrar svona í gegnum árin en aldrei fengið neitt á þær. Þegar ég var síðan við veiðar í Elliðavatni í fyrra sumar hitti ég mann sem ég man því miður ekki hvað heitir. Við spjölluðum mikið saman og veiddum hlið við hlið nokkrum sinnum. Hann sagðist nánast bara nota Burton og sýndi mér í boxið sitt. Þessi Burton var allt öðruvísi en sá sem Flugur.is birtu.

photo(3)

Burton Mk2 – Svartur tvinni í búk oog hvítur þráður í “kinnar”

Vissulega eru þetta pöddur sem eru á einhvern hátt skildar en þær eru samt það ólíkar að það er ótrúlegt að þær skuli heita sama nafninu.

Nú langar mig alveg hrikalega til þess að vita hvernig hinn eini sanni BURTON lítur út! Ég efast ekki um að sá sem prýðir efri myndina sé sá upphaflegi, en ég veit til þess að höfundurinn (nafnið stolið úr mér) er búinn að breyta henni töluvert. Er einhver þarna úti sem kann svör við þessu? Á jafnvel mynd í fórum sínum? Það væri gríðarlega vel þegið! 🙂

 

 

3 thoughts on “Vífilstaðavatn 11.05.13 og Leitin að Burton!

  1. Til hamingju með fiskinn. Heldurðu að hann hafi ekki bara verið búinn að kúka á sig þessi önugi maður?

  2. Það er heilmikill orðaleikur í þessari nafngift. Ein frægasta fluga sem hefur verið ‘hönnuð’ við Elliðavatn heitir Taylor (höf: Skarphéðinn klæðskeri). Svo kom Hafsteinn Björgvinsson með flotta flugu sem fékk nafnið Burton. Á þessum árum voru Elizabeth Taylor og Richard Burton gift annað hvort í fyrsta eða annað skiptið og þannig varð þetta bráðdrepandi par Taylor og Burton til. Hvað um það; Burton er til svona svört og líka græn sem sumir segja miklu veiðnari. Svona heyrði ég söguna en hef aldrei náð að festa ákveðna mynd á kvikindið, tel þó myndirnar í Elliðavatnsbæklingi Geirs vera nokkuð nærri lagi, bæðu sú svarta og græna.

  3. Pingback: Vífilsstaðavatn 11.maí | FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s