Elliðavatn 6. og 7. maí

Ekkert að frétta. Engin veiði. Það er enginn fiskur í þessu helv*tis vatni!! Eða jú, það er fullt af fiski í Elliðavatni. En mikið agalega getur hann verið tregur að taka

Ég fór í gær í Elliðavatn. Ætlaði að ná þessum urriða sem ég missti deginum áður. Það gekk nú ekki en ég lærði þó eitt, eða fékk endanlega staðfestingu. Veðurfræðingar eru vitleysingar. Það spáði 3 m/sek seinnipartinn í gær. Það stóðst að nokkru leyti, nema hvað að þessum þremur metrum fylgdu u.þ.b sjö í viðbót. Það var sem sagt bölvað rok og nánast enginn við vatnið. Ég barði vatnið í rauninni frá Vatnsendavatni og að Riðhól/Bleikjutanga. Stoppaði á mörgum stöðum, kastaði grimmt, uppskar ekki neitt. Eða jú ég uppskar reyndar eitt.

U.þ.b 30 metra af girni…….

Image

Glæsileg aðkoma að veiðistað…

Það lá sem sagt þessi hnykill af girni á Riðhóli. Ég átta mig ekki á svona umgengi. Ég bara skil ekki hvernig fólk fær af sér að skilja svona eftir sig. Það er ekki eins og þetta sé þungt og ekki fer mikið fyrir þessu. Ég týndi þetta upp og stakk í bakpokann minn.

Skellti mér aftur í Elliðavatnið í dag. Var mættur rúmlega fimm. Byrjaði úta á Þingnesi þar sem ég sá nokkrar uppítökur í logninu. Það var glæsilegt veður. Hægur vindur, hlýtt en gekk á með gríðarlegri rigningu. Og það ringdi m.a.s lóðrétt!! Það gerist nú ekki oft á skerinu. Rölti með vatninu að Riðhól og endaði túrinn þar. Varð ekki var í þetta skiptið. Það var mikil fluga og aðstæður fínar en samt fannst mér furðulega lítið um uppítökur.

Á morgun skunda ég með litlu fjölskylduna á Þingvelli í murtu leit. Pabbi ætlar að slást í för og freista þess að næla sér í bleikju.

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s