Taumatengi

Þar sem ég get ekki skrifað einhverja hetjusögu af aflabrögðum í þetta skiptið (mikið reynt, ekkert gengið) þá er það eina í stöðunni að henda smá fróleiksmola inn á bloggið. Nú er ég enginn snilli þegar kemur að fluguveiði. En mér finnst alveg óhemju gaman að grúska í öllu sem henni viðkemur og sérstaklega finnst mér gaman að rekast á hin og þessi leynitrix sem finna má á netinu.

Hérna kemur eitt slíkt.

Taumatengi eru misjöfn. Sumar flugulínur koma með verksmiðjuframleiddri lykkju á endanum. Lykkjurnar eru úr sama efni og flugulínan, með kjarnanum og kápunni utan um. Þessar lykkjur eru fínar til síns brúks. Við festum þá tauminn á línuna með “lykkju-í-lykkju” aðferð. Með tíð og tíma vill taumefnið hinsvegar skera í kápuna sem um leið veikir hana nokkuð. Þegar þetta gerist kemur gat á kápuna og kjarninn inni í línunni fer að draga í sig vatn sem gerir það að verkum að fína flotlínan okkar breytist í ágætis sökklínu. Ekki gott.

Sumir vilja kaupa sérstakar lykkjur sem hægt er að fá í veiðiverslunum. Þetta eru svokallaðar “braided loops”. Þær virka þannig að við rennum þeim upp á endan á flugulínunni og færum lítinn gúmmí/plast hólk aftur eftir lykkjunni sem á að halda henni fastri á línunni. Gott er reyndar að skella eins og dropa af SuperGlue undir til að tryggja allt vel. Þessi aðferð er ágæt. Nema hvað að þessar lykkjur eiga það til að vera með svona innbyggðan “sveig” þ.e.a.s þær koma hringaðar upp í litlum pokum og erfitt/ómögulegt getur reynst að ná minninu úr þeim. Þetta gerir það að verkum að línan og taumurinn eru sjaldnast í beinni línu sem skapar óþarfa og fiskifælna truflun á vatnsfletinum. Einnig geta þessar lykkjur valdið skemmdum á flugulínunni þar sem gúmmí/plast hólkurinn á það til að særa hana. Aftur fer að leka vatn inn í kjarnann í línunni sem gefur okkur ágætis sökklínu. Ekki  heldur gott.

Sumir strangtrúaðir fluguveiðimenn nota síðan  Nálarhnútinn og ekkert annað! Persónulega hef ég aldrei notað þessa aðferð og get lítið talað um hana. Þeir sem nota hana hafa trölla trú á henni og ég verð bara að taka þeirra orð sem góð og gild.

En þá erum við komin að aðalefni þessarar færslu. Þetta er sú aðferð sem ég nota og hefur reynst mér virkilega vel. Það er enginn lykkja, enginn hnútur en kannski pínu vesen, en bara til að byrja með.

Það sem til þarf. Töng, Döbbing nál, Keflisþræðari, SuperGlue og sandpappír.

Það sem til þarf. Töng, Döbbing nál, Keflisþræðari, SuperGlue og sandpappír.

Það er eflaust hægt að nota hvaða lím sem er en þar sem ég nota þetta lím við fluguhnýtingar var það næst við hendina og varð því fyrir valinu. Döbbing nálin er ekki nauðsynleg en Keflisþræðarinn er það. Þessi sandpappír sem er á myndinni er frekar grófur en gott væri eflaust að nota aðeins fínni pappír.

 

Keflisþræðarinn kominn inn í línuna.

Keflisþræðarinn kominn inn í línuna.

Inni í línunni er kjarni. Við ýtum Keflisþræðaranum inn í línuna svona u.þ.b 2-3 cm. Gott er að nota töngina til þess að grípa um þræðarann þar sem það getur verið þröng að ýta honum inn (no pun!). Ekki setja töngina á línuna því þá skemmirðu kápuna.

Döbb nálin notuð til að gera smá gat á kápuna og þræðaranum stungið í gegn.

Döbb nálin notuð til að gera smá gat á kápuna og þræðaranum stungið í gegn.

 

12p Maxima UltraGreen

12p Maxima UltraGreen

Með þessari uppsetningu á taumatengi er gert ráð fyrir að taumurinn verði “Tapered” eða frammjókkandi. Hægt er að fá frammjókkandi tauma í öllum betri veiðiverslunum. Bæði Flurocarbon og Monofillament. Ég var ekki með þannig við hendina þegar ég var að undirbúa þessa færslu en vel er hægt að redda sér öðruvísi. Þá setjum við t.d 12p sem fyrsta legg og hnýtum síðan kannski 8 eða 9p taum framan á hann og svo tippet fremst sem er 4 eða 5p. Ég tek það fram að ég veiði nær eingöngu silung og taumstyrkurinn miðast við það. Laxveiðimenn myndu líklega hafa tauminn mun sterkari.

6

Við tökum u.þ.b “faðm” af taumspólunni og setjum endann af girninu í Þræðarann og drögum í gegnum línuna.

 

Skiljum eftir nokkra sentimetra.

Skiljum eftir nokkra sentimetra.

9

Hérna kemur sandpappírinn sterkur inn

Nauðsynlegt er að særa taumefnið aðeins svo það haldi líminu almennilega. Við særum taumefnið fyrir framan endan á flugulínunni.

10

Setjum smá SuperGlue á tauminn þar sem við særðum hann. Mikilvægt er að setja ekki of mikið og vera svolítið röskur þar sem límið er fljótt að þorna.

11

Drögum síðan tauminn tilbaka í gegnum línuna þannig að særði hlutinn af taumefninu hverfi inn í línuna.

Tilbúið!

Tilbúið!

Hérna er síðan tengingin tilbúin. Nú erum við með u.þ.b faðm af 12p taumefni fast við línuna. Enginn hnútur eða lykkja til að trufla vatnsfilmuna og ekkert mál að fá beina línu milli taums og línu. Ég prófaði að toga eins fast og ég mögulega gat í línuna og tauminn og tengingin hélt eins og draumur. Einnig rykkti ég nokkrum sinnum duglega í og allt í góðu.  Gott er að setja smá dropa af SuperGlue ofan á gatið á línunni sem við drógum tauminn í gegnum og  líka akkúrat á samskeytin á línunni og taumnum.

Tek það fram að þetta er alls ekki fundið upp af mér. Ég sá þetta einhversstaðar á netinu og hreifst mikið. Þar var hinsvegar notast við eitthvað Sett sem er akkúrat til þess að gera þetta. Inniheldur nál, sandpappír og lím. Þetta sett kostar rúmlega 5000 krónur og það er ekki verra að geta sparað sér þær. Notað 5000 kallinn frekar í veiðileyfi.

 

2 thoughts on “Taumatengi

    • Þetta hefur verið að gera sig vel hjá mér. Eina sem þarf að passa er að setja taumefnið soldið vel inn í línuna. Á myndunum setti ég tauminn svona 2cm inn en ég heæd að 4-5 séu nærri lagi, bara til öryggis.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s