Veiðileysi

Ekki er nú mikið búið að gerast síðan sumardaginn fyrsta.

Ég er jú búinn að fara tvisvar í Elliðavatnið síðan en eitthvað hefur veiðin staðið á sér. Ég fór á föstudaginn s.l strax eftir vinnu. Fór fyrst á Þingnesið þar sem einhverjir beitukarlar voru á staðnum mínum. Þegar ég mætti var veðrið frábært. Sól og logn. Á meðan ég setti saman stöngina á bakkanum sá ég nokkrar uppítökur rétt í fjöruborðinu. Spennan var gríðarleg. Ég setti þurrflugu undir enda eitt af markmiðum sumarsins að fá fisk á þurrflugu. Um leið og ég steig út í vatnið var eins og við manninn mælt. Það byrjaði að blása, og duglega. Tók nokkur köst með þurrflugunni en skipti fljótlega í púpur og straumflugur. Ekkert gerðist.

Eftir um klukkutíma færði ég mig um set í Helluvatnið. Hitti þar tvo “óld tæmers” sem höfðu séð líf í logninu en ekkert síðan vindurinn (og ég) mætti á svæðið. Barði Helluvatnið í um hálftíma þangað til ég hélt heim á leið. Nú er ég því búinn að fara þrisvar í Elliðavatnið síðan það opnaði og farið tvisvar fisklaus heim. Ef grunnskóla stærðfræðin bregst mér ekki er það 33,3% árangur. Ég hef lúmskan grun um að þessi prósenta eigi eftir að lækka umtalsvert eftir því sem líður á sumarið. En það er í lagi. Elliðavatn virkar einhvernveginn þannig á mig að mér finnst alveg í lagi að fá ekki neitt þar. Þetta er erfitt vatn og ekki á vísann að róa þar. Það gerir líka þau skipti sem allt smellur og fiskurinn tekur svo miklu skemmtilegri.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s