Elliðavatn 29.04

Skellti mér í Elliðavatnið, enn og aftur.

Veðrið var frekar skítt. Rok og skítakuldi. En það stoppar ekki VeiðiEið.

Fór fyrst á staðinn minn og kastaði nokkrum sinnum. Þegar ég svo ætlaði að færa mig út á Skítastein fattaði ég að ég var ekki með háfinn minn með mér. Skítasteinninn stendur u.þ.b 15 metra út í vatninu og því mikið vesen að veiða þar án þess að vera með háf. Keyrði því heim á þriðja hundraðinu og var mættur aftur í vatnið eftir um tíu mínútur.

Nú hafði lægt töluvert en um leið kólnað um að minnsta kosti eina gráðu. Það byrjaði að frjósa í lykkjunum, svo myndaðist klakahjúpur utan um stöngina frá korki og fram að fyrstu lykkju. Hjólið fraus líka og ég var komin með náladofa í fingurna. Þvílíkur kuldi!!

Ákvað að kalla þetta gott enda útlit fyrir að ég myndi breytast í klakastyttu.

Smellti einni mynd af vöðlunum mínum, en þær frusu á þessum stutta spotta úr vatninu og að bílnum!

20130429-222915.jpg

Það er sko ekki tekið út með sældinni að vera veiðimaður á Íslandi í dag.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s